Helga Þórdís Guðmundsdóttir flytur orgelstykki eftir Mendelsohn, Barber og Bach á stuttum orgeltónleikum í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 1. júlí kl. 17

Felix Mendelsson                     Sonata Op. 64 nr 4 í B-dúr

                                              – II. Kafli: Andante religioso

Samuel Barber                         Wondrous love  op.34  

                                               Variatios on a shape note hymn

Johann Sebastian Bach             Prelúdía og fúga í Es-dúr BWV552

Image

Helga Þórdís ólst upp á Raufarhöfn og hóf þar tónlistarnám sitt.  Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1993 með píanókennarapróf  og burtfararpróf í píanóleik  með Halldór Haraldsson sem kennara og stundaði síðar postgraduadenám (Master)í pínóleik við Escuela Luthier  d´arts Musicales í Barcelona veturinn 2004-2005.                                                                                                    Helga stundaði orgelnám hjá Herði Áskelssyni veturinn 1993-1994.  Í byrjun árs 2007 hóf hún svo aftur nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðanKirkju organistaprófi vorið 2008 og framhaldsprófi í orgelleik vorið 2009 með Guðmund Sigurðsson sem kennara . Hún lauk síðan Kantorsprófi 2010 og einleiksáfanga og burtfararprófi vorið 2011 með Björn Steinar Sólbergsson sem kennara.  Síðast liðinn  vetur hefur Helga sótt einkatíma í orgelleik hjá Herði Áskelssyni.   Helga lauk líka 7. Stigsprófi í einsöng árið 2000 og sótti síðar einkatíma  hjá Isabel Aragón í Barcelona veturinn 2004-2005 og hjá Jóni Þorsteinssyni og Laufey Helgu Geirsdóttur frá 2007-2010.                                                                                                                                                Helga kenndi á píanó við Tónskóla Eddu Borg frá 1990-1998 og  við Tónskóla Grundarfjarðar 1998-2000.  Hún var skólastjóri Tónlistarskóla Tálknafjarðar 2000-2004 og píanókennari við Tónlistarskóla Árbæjar frá 2005-2010. Hún gaf út námsefnið Tónleikur (verkefnahefti fyrir byrjendur í tónlistarnámi) haustið 2009.                                                                                                                                                    Helga hefur stjórnað fjölmörgum kórum víðsvegar um land og vinnur nú að uppbyggingu tónlistarlífs  við Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði, þar sem hún hefur starfað sem organisti kirkjunnar frá árinu 2007.

Aðgangseyrir á tónleikana kr. 1000 Félagar í Listvinafélagi Stykkishólmskirkju fá frítt á þessa tónleika.  Gerast félagi í Listvinafélagi Stykkishólmskirkju