Aðstaða

Aðstaða í kirkjunni er þannig:

heimasida-stykkisholmskirkja-opid-i-safnadarheimili-1Kirkja tekur um 200 manns í sæti, 300 manns sé opnað inn í safnaðarheimili.

Safnaðarheimili tekur um 80-90 manns í sæti við borð. Kaffileirtau er í kirkjunni fyrir um 100 manns. Stórar kaffikönnur, eldavél, ísskápur og uppþvottavél í eldhúsi.

Orgel 22 radda orgel frá Klais kom í kirkjuna í janúar 2012.  Raddsetning Myndir frá uppsetningu og smíði orgelsins.

Steinway flygill af C gerð er í kirkjunni.  Flygillinn kom á níunda áratug síðustu aldar fyrir samstillt átak bæjarbúa og bæjarstjórnar.  Jónas Ingimundarson píanóleikari fór utan til að velja hljóðfærið og vígði flygilinn.

Kórpallar

Kórpallar fyrir 30 manns sem hægt er að stilla upp við altari.

Ræðupúlt:  Færanlegt ræðupúlt.

Kirkjuskip Stykkishólmskirkju er leigt út til tónleikahalds á vegum Listvinafélagslags Stykkishólmskirkju.
Leiga kirkju v. tónleikahalds  kr. 50.000 innifalið í því eru STEFgjöld og þrif á kirkju.

Stykkishólmssöfnuður veitir listamönnum, félögum og hópum sem starfa einvörðungu innan sóknarmarka , s.s. kórum, tónlistarfólki og með lögheimili í Stykkishólmi 50% afsl. af leigugjaldi (kirkjuvarsla, þrif, lægsta STEF gjald).

Listasalur er staðsettur í safnaðarheimili og eru sýningar í honum á sumrin.

Leiga safnaðarheimilis:  Safnaðarheimili Stykkishólmskirkju er hægt að leigja til smærri veislu-eða fundahalda nánari upplýsingar veitir kirkjuvörður Áslaug Kristjánsdóttir í síma 848-9769 eða í netfanginu kirkja@stykkisholmskirkja.is
Salurinn rúmar 80-90 manns í sæti. Og hentar því ágætlega fyrir: Skírnarveislur-Erfidrykkjur-Fermingarveislur-Brúðkaupsveislur auk funda og námskeiða.
Leiguverð fyrir safnaðarheimilið er Kr. 40.000,-
Innifalið í leiguverði er notkun á eldhúsi og þeim búnaði sem þar er, rafmagn,hiti og ræsting starfsmaður kirkjunnar verður á staðnum á meðan á leigu stendur sé þess óskað. Ætlast er til að leigutaki gangi vel um. Vaski upp leirtau, gangi frá, þurrki af borðum og stóli upp. Ef atburður er lengur en til 23:00 þarf að semja um það sérstaklega. Notkun áfengis og reykingar eru bannaðar í húsinu.

Bókanir viðburða, aðrar en viðburðir á vegum Listvinafélags Stykkishólmskirkju, eru í þessu netfangi: kirkja@stykkisholmskirkja.is eða hjá Áslaug I. Kristjánsdóttur kirkjuverði í síma 848 9769.