Um Stykkishólmskirkju

María guðsmóðir með barnið eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur

Stykkishólmskirkja er teiknuð af Jóni Haraldssyni (1930-1989) og vígð 6. maí 1990.  Kirkjan er steinsteypt með forkirkju og turni og tekur 300 manns í sæti. Kirkjan er ein af kennileitum Stykkishólms.

Altaristafla María með barnið er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og kom í kirkjuna 1999.  Olía á striga 260×320 cm.

 

 

 

Pípuorgel af Klais gerð í Stykkishólmskirkju

Orgel kirkjunnar er sérsmíðað hjá Orgelbau Klais í Þýskalandi og var vígt 22. janúar 2012.  Orgelið er með 22 raddir og 1220 pípur.  Raddsetning.

Gamla kirkjan í Stykkishólmi var vígð 1879 og þjónaði bæjarbúum í meira en 100 ár. Endurbyggingu gömlu kirkjunnar lauk árið 1998. Kirkjan er friðuð.

 

Minningarkort Stykkishólmskirkju er hægt að fá hjá Sesselju Pálsdóttur s. 438-1328 eða 692-5837 eða hjá Áslaugu Kristjánsdóttur s. 848-9769.

Kort

View Larger Map