• Stykkishólmsprestakall
  • Um Stykkishólmskirkju
    • Aðstaða
  • Kirkjustarf
  • Kór Stykkishólmskirkju
  • Stykkishólmskirkjugarður

Stykkishólmskirkja

Stykkishólmskirkja

Category Archives: Fréttir

Orgelstykki á Jónsmessu

19 Wednesday Jun 2013

Posted by admin in Fréttir

≈ Comments Off on Orgelstykki á Jónsmessu

orgelstykkiÞað er óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi í tónleikaröð Listvinafélags Stykkishólmskirkju sem ber heitið Orgelstykki og hefst á Jónsmessunni n.k mánudag. Alls verða tónleikarnir 5 á tveimur vikum og hefjast kl. 20 virka daga en kl. 16 þegar þeir eru á laugardögum. Efnisskráin spannar tónsmíðar frá síðustu 400 árum eða svo og á meðan höfunda eru Bach, Pachelbel, Sigvaldi Kaldalóns, Procol Harum, Britten, Jón Leifs og Böellmann. Á fyrstu tónleikunum leikur Friðrik Vignir Stefánsson organisti í Neskirkju í Reykjavík á Klaisorgelið í Stykkishólmskirkju. Strax á fimmtudeginum kemur Skagamaðurinn Sveinn Arnar Stefánsson organisti á Akranesi og leikur í bland yngri tónlist en gengur og gerist á orgelin. Laugardaginn 29. júní kl. 16 koma þau Örn Magnússon organisti í Breiðholtskirkju og Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og flytja efnisskrá fyrir orgel og söng og líta í íslensku handritin eftir tónlist til flutnings. Þriðjudaginn 2. júlí kemur Douglas Brotchie sem um árabil var organisti Háteigskirkju í Reykjavík og endahnútinn rekur Lára Bryndís Eggertsdóttir organleikari búsett í Danmörku. Tónleikarnir eru um einnar klst. langir og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er eingöngu 1200 kr. Tekið er við greiðslukortum á tónleikastað.

Icelandic organists play the Klais organ in Church of Stykkishólmur.  Monday June 24th at 20:00, Thursday June 27th at 20:00, Saturday June 29th at 16:00 Tuesday July 2nd at 20:00 and Saturday 6th of July at 16:00  Ticket at the entrance only IKR 1200

 

Sumartónleikar og orgelstykki í Stykkishólmskirkju sumarið 2013

04 Tuesday Jun 2013

Posted by admin in Fréttir

≈ Comments Off on Sumartónleikar og orgelstykki í Stykkishólmskirkju sumarið 2013

Stykkishólmskirkja sem arkitektinn Jón Haraldsson teiknaði var vígð árið 1990 og þótti mikið mannvirki í bæjarfélagi með innan við 1500 íbúa. Í Stykkishólmi hefur verið öflugt menningar- og tónlistarlíf í áratugi. Þegar Stykkishólmskirkja var vígð flutti forláta Steinway flygill sem Jónas Ingimundarson valdi en bæjarbúar söfnuðu fyrir, úr félagsheimilinu í kirkjuna til frambúðar. Orgel kom í kirkjuna úr gömlu kirkjunni í Stykkishólmi sem sérsmíðað hafði verið fyrir hana á sínum tíma. Í janúar kom svo 22 radda glæsilegt Klais orgel í Stykkishólmskirkju annað tveggja Klais orgela á Íslandi, hitt verandi í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Enn og aftur söfnuðu bæjarbúar fé til orgelkaupanna. Við vígslu orgelsins árið 2012 var stofnað Listvinafélag Stykkishólmskirkju sem tók við umsjón tónleikahalds í kirkjunni og hefur það á stefnuskránni að auka menningarlíf í kirkjunni. Síðustu tvo áratugi hafa verið haldnir sumartónleikar í Stykkishólmskirkju enda hljómfögur kirkja með fyrsta flokks hljóðfærum til tónlistarflutnings. Margir ungir og upprennandi íslenskir og erlendir tónlistarmenn hafa komið fram í Stykkishólmskirkju og margir oftar en einu sinni. Árið 2012 var hleypt af stokkunum sérstökum tónleikum innan sumartónleikaraðarinnar Orgelstykki og voru á tveimur vikum haldnir 6 tónleikar undir merkjum Orgelstykkjanna. Þar komu fram íslenskir organistar einir eða með fleiri tónlistarmenn með í för með efnisskrá að eigin vali. Úr varð vel heppnuð blanda og fjölbreyttir tónleikar. Í ár verður haldið áfram með enn fleiri orgelstykki með tónlistarmönnum sem eru að reyna Klaisorgelið í fyrsta sinn. Aðrir tónleikar verða samhliða orgelstykkjunum og verður fjölbreytt tónlist í boði, sem endranær. Björn Thoroddsen, Sunna Gunnlaugs, Lars Janson og Sigurður Flosason eru stór nöfn í alþjóðlegu samhengi djassheima og þau munu öll leika á tónleikum í Stykkishólmskirkju í sumar. Bára Grímsdóttir og Chris Foster verða á þjóðlegum nótum með gömlu íslensku hljóðfærin í bland við nýrri og koma fram í gömlu friðuðu kirkjunni í Stykkishólmi í tengslum við árlegan Þjóðbúningadag sem haldinn er í Norska húsinu – byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.

Næstu tónleikar í Stykkishólmskirkju:

24. júní kl. 20 – Orgelstykki: Friðrik Vignir Stefánsson

27. júní kl. 20 – Orgelstykki: Sveinn Arnar Sæmundsson

29.júní kl. 16 – Orgelstykki: Örn Magnússon & Marta Guðrún Halldórsdóttir

2. júlí kl. 20 – Orgelstykki: Douglas Brotchie

6. júlí kl. 16 – Orgelstykki: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir flytja sívinsælt efni úr söngleikjum

10 Friday Aug 2012

Posted by admin in Fréttir

≈ Comments Off on Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir flytja sívinsælt efni úr söngleikjum

Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir koma sjóðheit úr verðlaunasöngleiknum Vesalingunum og verða með hressa og kröftuga söngleikjadagskrá fyrir unga sem aldna í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 16. ágúst n.k. kl. 20:30. Bæði verða flutt nokkur af stórsönglögum söngleikjanna (Vesalingarnir, Óperudraugurinn) ásamt því að slegið verður á létta strengi og meðal annars flutt ýmis lög úr Disney-kvikmyndum eins og Alladín, Litlu hafmeyjunni, Skógarlífi, Gosa, Konungi ljónanna, Söngvaseiði og fleiru. Fullkomin skemmtun fyrir söngelsku fjölskylduna.

Þór sem á ættir sínar að rekja í Stykkishólm vann Grímuna í sumar fyrir að syngja aðalhlutverkið í söngleiknum Vesalingunum, sem sló öll aðsóknarmet síðastliðinn vetur. Valgerður á að baki farsælan feril bæði sem söng- og leikkona, vann meðal annars Grímuna fyrir söng sinn í söngleiknum Söngvaseið. Einnig er hún þekkt sem hin íslenska rödd margra Disney-persóna.

Aðgangseyrir kr. 2.000 / Frítt fyrir börn yngri en 16 ára.

Orgeltónar í þessari viku

10 Tuesday Jul 2012

Posted by admin in Fréttir

≈ Comments Off on Orgeltónar í þessari viku

Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti leikur á Klaisorgelið í kvöld, 10. júlí kl. 20

Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið á fimmtudag kl. 20 með honum í för eru Björg Þórhallsdóttir sópran og Elísabet Waage hörpuleikari.

Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1000
Listvinir frá frítt á tónleikana í kvöld, 10. júlí

Orgelstykki eftir Mendelsohn, Barber og Bach

29 Friday Jun 2012

Posted by anna.melsted in Fréttir

≈ Comments Off on Orgelstykki eftir Mendelsohn, Barber og Bach

Helga Þórdís Guðmundsdóttir flytur orgelstykki eftir Mendelsohn, Barber og Bach á stuttum orgeltónleikum í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 1. júlí kl. 17

Felix Mendelsson                     Sonata Op. 64 nr 4 í B-dúr

                                              – II. Kafli: Andante religioso

Samuel Barber                         Wondrous love  op.34  

                                               Variatios on a shape note hymn

Johann Sebastian Bach             Prelúdía og fúga í Es-dúr BWV552

Image

Helga Þórdís ólst upp á Raufarhöfn og hóf þar tónlistarnám sitt.  Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1993 með píanókennarapróf  og burtfararpróf í píanóleik  með Halldór Haraldsson sem kennara og stundaði síðar postgraduadenám (Master)í pínóleik við Escuela Luthier  d´arts Musicales í Barcelona veturinn 2004-2005.                                                                                                    Helga stundaði orgelnám hjá Herði Áskelssyni veturinn 1993-1994.  Í byrjun árs 2007 hóf hún svo aftur nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðanKirkju organistaprófi vorið 2008 og framhaldsprófi í orgelleik vorið 2009 með Guðmund Sigurðsson sem kennara . Hún lauk síðan Kantorsprófi 2010 og einleiksáfanga og burtfararprófi vorið 2011 með Björn Steinar Sólbergsson sem kennara.  Síðast liðinn  vetur hefur Helga sótt einkatíma í orgelleik hjá Herði Áskelssyni.   Helga lauk líka 7. Stigsprófi í einsöng árið 2000 og sótti síðar einkatíma  hjá Isabel Aragón í Barcelona veturinn 2004-2005 og hjá Jóni Þorsteinssyni og Laufey Helgu Geirsdóttur frá 2007-2010.                                                                                                                                                Helga kenndi á píanó við Tónskóla Eddu Borg frá 1990-1998 og  við Tónskóla Grundarfjarðar 1998-2000.  Hún var skólastjóri Tónlistarskóla Tálknafjarðar 2000-2004 og píanókennari við Tónlistarskóla Árbæjar frá 2005-2010. Hún gaf út námsefnið Tónleikur (verkefnahefti fyrir byrjendur í tónlistarnámi) haustið 2009.                                                                                                                                                    Helga hefur stjórnað fjölmörgum kórum víðsvegar um land og vinnur nú að uppbyggingu tónlistarlífs  við Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði, þar sem hún hefur starfað sem organisti kirkjunnar frá árinu 2007.

Aðgangseyrir á tónleikana kr. 1000 Félagar í Listvinafélagi Stykkishólmskirkju fá frítt á þessa tónleika.  Gerast félagi í Listvinafélagi Stykkishólmskirkju

Fyrstu tónleikar sumarsins

27 Wednesday Jun 2012

Posted by anna.melsted in Fréttir

≈ Comments Off on Fyrstu tónleikar sumarsins

Image

Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands leika á fyrstu tónleikum Sumartónleikum Stykkishólmskirkju 2012. Hörður á 30 ára starfsafmæli við Hallgrímskirkju í ár og eru Listvinafélag H

allgrímskirkju, Kirkjulistahátið, Alþjóðlegt orgelsumar, Klais orgelið, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum afrakstur listrænnar stjórnunar hans frá árinu 1982, þegar hann var ráðinn sem organisti og kórstjóri Hallgrímskirkju. Þau hjónin hafa verið mikilvirk í íslensku tónlistarlífi og komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum viða um heim og hefur Hörður haldið orgeltónleika í mörgum helstu kirkjum Evrópu, m.a. í tvígang í Kölnardómkirkju fyrir 3000 áheyrendur. Þau hafa leikið saman á fjölmörgum tónleikum hér heima og erlendis, nú síðast í Bandaríkjunum í maí 2012. Þau munu leika vel þekktar perlur eftir Saint-Saëns og Rachmaninoff auk verka eftir Höller, Jón Leifs, Jón Hlöðver Áskelsson og Kjell Mörk Karlsen.

Tónlei

karnir hefjast kl. 20 Aðgangseyrir 1000 kr.

The opening concert of summer concerts in Stykkishólmskirkja 2012 is in the hands of Hörður Áskelsson, Music Director of Hallgrímskirkja, and his wife Inga Rós Ingólfsdóttir, cellist at the Iceland Symphony Orchestra and manager of Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society. Their program consists of beloved songs by Saint-Saëns (Priére, Swan) and Rachmaninoff (Vocalise) combined with exciting works by Jón Leifs, Jón Hlöðver Áskelsson and Kjell Mörk Karlsen.

Concert starts at 20:00  Admission 1.000 Ikr.

Sumarið 2012 í Stykkishólmskirkju

18 Monday Jun 2012

Posted by anna.melsted in Fréttir

≈ Comments Off on Sumarið 2012 í Stykkishólmskirkju

Árlegir sumartónleikar Stykkishólmskirkju verður hleypt af stokkunum í lok júní og standa fram í september. Í sumartónleikaröðinni verður bryddað upp á nýjunginni ORGELSTYKKI en það er tveggja vikna tímabil þar sem leikið er á hið nýja Klaisorgel nánast annan hvern dag af organistum víða að á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með dagskrá sumartónleikanna hér á vef kirkjunnar.

Kirkjan er opin virka daga kl. 10-17 og eftir samkomulagi (Hulda, sími 692 4936 / Gunnar sími 865 9945)

Gamla kirkjan er ekki opin, en hægt er að hafa samband við Norska Húsið (sími 433-8114) til að fá að skoða hana.

Framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju

23 Friday Mar 2012

Posted by anna.melsted in Fréttir

≈ Comments Off on Framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju

Í gær, 22. mars 2012, var haldinn framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju.  Fundurinn hófst með orgelleik László Petö sem lék fúgu eftir Bach á nýja Klaisorgel kirkjunnar.  Anna Melsteð sem haldið hefur utan um undirbúning að stofnun félagsins tók svo til máls og stýrði dagskrá fundarins.  Lög félagsins voru samþykkt sem og árgjald í það.  Anna var kosin í stjórn f.h. Stjórnar Kórs Stykkishólmskirkju, Sóknarnefnd mun skipa einn fulltrúa úr sínum röðum og Ólafur K. Ólafsson var kosinn sem fulltrúi félaga í Listvinafélaginu í stjórn.  Anna kynnti lauslega hugmyndir að starfsáætlun þetta ár og hver staða þeirra væri.  Ljóst er að af mörgu verður að taka í þeim efnum.  Fundinum lauk með orgelleik László þegar hann lék fúgu eftir Vidor á Klaisorgelið.
Fljótlega býðst fólki að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni.

Nýtt orgel vígt í Stykkishólmskirkju

23 Monday Jan 2012

Posted by anna.melsted in Fréttir

≈ Comments Off on Nýtt orgel vígt í Stykkishólmskirkju

Sunnudaginn 22. janúar 2012 var nýtt orgel vígt í Stykkishólmskirkju.  Orgelið er smíðað af Klais orgelsmiðjunni í Bonn.  Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson og vígslubiskupinn á Hólum Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson voru viðstaddir vígsluna og predikaði biskup í messunni.  Philipp Klais og Stefan Hilgendorf frá Klais orgelsmiðjunni í Þýskalandi voru einnig viðstaddir víglsuna.

Frumflutt var ný útsetning á verki eftir Hólmarann Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld „Jómfrú Mariae dans“ fyrir sópran, barítón, barnakór, blandaðan kór og orgel undir stjórn tónskáldsins. Kórstjóri og organisti Stykkishólmskirkju er László Petö.

Að lokinni messu bauð bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til kaffiveitinga og að þeim loknum hófust orgeltónleikar.

Á orgeltónleikunum léku þrír organistar orgelverk, en þeir hafa allir með einum eða öðrum hætti komið að því að móta og velja hljóðfærið.

László Petö organisti Stykkishólmskirkju flutti: – J.S. Bach: Toccata og fúga í d-moll
– J.S. Bach: Tríósónata í d-moll (1. kafli)
– CH.M. Widor: Toccata

Tómas Guðni Eggertsson sem starfaði sem organisti í Stykkishólmskirkju þegar ákvörðum um orgelkaup var tekin, flutti:
– Felix Mendelssohn: Sónata opus 65 nr. 6 í d-moll

Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju sem sat í orgelnefnd Þjóðkirkjunnar þegar undirbúningur hófst, flutti:
– Guilan: Svíta nr. 2
– Boëllmann: Priére a Notre Dame

– Jón Nordal: Toccata

Hörður Áskelsson fjallaði um orgelið á tónleikunum. Tilkynnt var um stofnun Listvinafélags Stykkishólmskirkju á orgeltónleikunum.

Nýja orgelið í Stykkishólmskirkju er annað orgelið á Íslandi frá orgelsmiðju Klais í Bonn. Upphaf söfnunar fyrir orgeli má rekja til ársins árið 2006 þegar haldnir voru minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur fyrrum organista og kórstjóra við Stykkishólmskirkju þar sem landsþekktir listamenn komu fram auk heimamanna. Gefinn var út geisladiskur með efni tónleikanna. Endanleg ákvörðun um orgelkaup var tekin árið 2007 og gengið til samninga við Klais vorið 2008.

Hrunið kom illa við orgelsjóðinn þar sem gengi Evrunnar snarbreyttist til hins verra fyrir söfnunina. Það fór þó svo að ákveðið var að taka höndum saman við að ljúka verkefninu og í upphafi árs 2011 hófst lokaáfangi söfnunarinnar og nú í janúar 2012 hefur takmarkið náðst. Orgelið er tákn samhugar í verki og samstöðu bæjarbúa, fyrirtækja, hins opinbera og velunnara Stykkishólmskirkju sem þjónar ekki síður sem menningarhús í Stykkishólmi, enda þekkt tónlistarhús til margra ára. Nýja orgelið er 22 radda og um 1220 pípur eru í því.  Stefnt er enn fjölbreyttara tónlistar- og menningarstarfi í tengslum við nýja orgelið og stofnun listvinafélagsins.

♣ Stykkishólmsprestakall á Facebook

  • Facebook

Stykkishólmskirkja
340 Stykkishólmur
Sími: 438 1560

Proudly powered by WordPress Theme: Chateau by Ignacio Ricci.