Kór Stykkishólmskirkju

kor_stykkisholmskirkju_lbk_2ö13_vefur

Kór Stykkishólmskirkju æfir að jafnaði einu sinni í viku og syngur við kirkjulegar athafnir í kirkjunni, auk þess að halda tónleika af og til. Kórfélagar eru 25-30 talsins hverju sinni og í vetur er stefnt að fjölbreyttu kórstarfi til skemmtunar og gleði fyrir kórfélaga og bæjarbúa!

Ubi Caritas et Amor - Geisladiskur Kórs Stykkishólmskirkju 2013Árið 2013 voru liðin 70 ár frá því að Kór Stykkishólmskirkju var formlega stofnaður. Í tilefni afmælisins kom út geisladiskurinn “Ubi Caritas et Amor”

Á geisladiskinum flytur kórinn kirkjulega tónlist sem einkennt hefur starf hans í 70 ár og veraldlega tónlist sem tengist átthögunum í gegnum höfunda.  Orgelverk leikin á hið nýja Klais orgel kirkjunnar eru tvö.  Sérlegir gestir á diskinum eru Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson sem leika með kórnum í sínum eigin verkum.  Auk þess er aukaefni frá tónleikum kórsins haustið 2012 þegar verkið Jómfrú Marie Dans eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson var flutt ásamt einsöngurunum Lárusi Á. Hannessyni og Unni Sigmarsdóttur og barnakór Tónlistarskólans.  20 blaðsíðna bæklingur fylgir diskinum með fallegum myndum og textum um kirkjuna, kórinn, Stykkishólm og tónlistana á ensku og íslensku.  Geisladiskinn er hægt að fá sendann í pósti en hann er til sölu hjá kórfélögum.  Áhugasamir hafi samband við stjórn kórsins til að festa kaup á diskinum. Allur ágóði af sölu rennur í ferðasjóð kórsins.  Greiðslu fyrir diskinn má leggja inn á reikning kórsins:  0309-13-300122 kt. 460795-2309.

Kórstjóri og organisti er László Petö, netfang:  petolaszlo@gmail.com

Stjórn kórsins:
Agnar Jónasson, formaður, netfang: tjaldvagn@simnet.is
Sigrún Þórsteinsdóttir, ritari, netfang: sigrunth@simnet.is
Sigurdís Gísladóttir, gjaldkeri, netfang: sigurdisgisla@gmail.com