Norðurljósahátíð er haldin í Stykkishólmi dagana 18. -21. október.  Margir viðburðir eru af því tilefni í Stykkishólmskirkju.  Ber þar helst að nefna opnunartónleika hátíðarinnar sem eru 18. október kl. 21 og margir Hólmarar koma fram og flytja tónlist.  Föstudaginn 19.október verður hljóðritað þjóðlag í kirkjunni með börnunum í Stykkishólmi á vegum Fjallabræðra.  Laugardaginn 20. október verður Kór Stykkishólmskirkju með tónleika undir yfirskriftinni Stjörnur og tungl þar sem rauði þráðurinn er tónlist eftir Hólmarann Hreiðar Inga Þorsteinsson og mun hann stjórna á tónleikunum.  Strax á eftir er boðið upp á svokallaða biblíusúpu í safnaðarheimilinu og munu Lázló Petö organisti og Símon Karl Sigurðarson klarinettunemandi við FÍH leika Mozart sónötur fyrir klarinett og orgel á meðan súpan er borin fram.  Kl. 14 verður aftur hljóðritun á þjóðlagi.  Kl. 16 verður Karlakórinn Kári með tónleika í fylgd góðra gesta.  Kirkjuskólinn verður kl. 11 sunnudaginn 21. október og söngmessa verður í kirkjunni kl. 11