Listvinafélag

Undirbúningur fyrir stofnun Listvinafélags Stykkishólmskirkju hófst haustið 2011. Hugmyndin var kynnt á aðalfundi Kórs Stykkishólmskirkju, sem haft hefur umsjón með Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju undanfarin ár og á aðalsafnaðarfundi Stykkishólmssafnaðar.  Á víglsudegi orgelsins 22. janúar 2012 var stofnun félagsins kynnt gestum.  Fjölmargir lýstu yfir áhuga sínum á að gerast félagar í Listvinafélaginu og rituðu nöfn sín í þar til gerða bók í kirkjunni. Lög félagsins voru samþykkt af sóknarnefnd og stjórn kórs í febrúar. Fyrsta verkefni listvinafélagsins var skipulagning sumartónleika fyrir árið 2012.

Listasalur Stykkishólmskirkju var tekinn í notkun 17.júní 2016.  Fyrsta sýning var yfirlitssýning af verkum ljósmyndarans Gunnars Rúnars Óskarssonar (1917-1965) í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Sýningar 2017: Haraldur Jónsson LITROF 17.06.-20.08.2017 Maja Thommen SWIM! 26.08.-31.09.2017
Sýning 2018: Einar Falur COLLINGWOOD & LARSEN


Listvinafélag Stykkishólmskirkju         Umsjón:  Anna Melsteð
Kt.420312-0400                                Netfang: list@stykkisholmskirkja.is Stykkishólmskirkja                             GSM 861-9621 340 Stykkishólmur